Almennur vinnumarkaður
Lágmarksorlof er 24 virkir dagar miðað við fullt ársstarf og nema þá orlofslaun 10,17%. Ávinnsla orlofs miðast við orlofsárið sem er frá 1. maí til 30. apríl.
Samkvæmt kjarasamningi aðildarfélaga BHM og Samtaka atvinnulífeyris (SA) ber að veita a.m.k. fjórar vikur (20 virka daga) á tímabilinu 2. maí til 15. september. Þeir sem samkvæmt ósk atvinnurekanda fá ekki 20 orlofsdaga á sumarorlofstímabilinu eiga rétt á 25% álagi á það sem vantar á 20 dagana.
Orlofsauki er veittur samkvæmt kjarasamningi og miðast við starfsaldur í starfsgrein:
Áunninn réttur vegna starfa í sama fyrirtæki endurnýjast eftir þriggja ára starf hjá nýju fyrirtæki, enda hafi rétturinn verið sannreyndur.