Almennur vinnumarkaður

Lágmarksorlof er 24 virkir dagar miðað við fullt ársstarf og nema þá orlofslaun 10,17%. Ávinnsla orlofs miðast við orlofsárið sem er frá 1. maí til 30. apríl.

Samkvæmt kjarasamningi aðildarfélaga BHM og Samtaka atvinnulífeyris (SA) (3. kafli) ber að veita a.m.k. fjórar vikur (20 virka daga) á tímabilinu 2. maí til 15. september. Þeir sem samkvæmt ósk atvinnurekanda fá ekki 20 orlofsdaga á sumarorlofstímabilinu eiga rétt á 25% álagi á það sem vantar á 20 dagana.

Orlofsauki er veittur samkvæmt kjarasamningi og miðast við starfsaldur í starfsgrein:

Eftir 5 ár í starfsgrein

  • 25 orlofsdagar
  • 200 vinnuskyldustundir

Eftir 5 ár hjá sama atvinnurekanda

  • 27 orlofsdagar
  • 216 vinnuskyldustundir

Eftir 10 ár hjá sama atvinnurekanda

  • 30 orlofsdagar
  • 240 vinnuskyldustundir

Áunninn réttur vegna starfa í sama fyrirtæki endurnýjast eftir þriggja ára starf hjá nýju fyrirtæki, enda hafi rétturinn verið sannreyndur.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt