Undirbúningur að töku orlofs
Samkvæmt orlofslögum skal atvinnurekandi í samráði við starfsfólk ákveða hvenær orlof skuli veitt á sumarorlofstímabili (1. maí til 15. september). Hann skal verða við óskum starfsmanns um hvenær orlof skuli veitt, að svo miklu leyti sem unnt er vegna starfseminnar.
Upplýsingar um stöðu þegar áunnins og ótekins orlofs skulu vera starfsmönnum aðgengilegar í tímaskráningarkerfi stofnunar eða fyrirtækis.
Að lokinni könnun á vilja starfsfólks skal atvinnurekandi tilkynna svo fljótt sem unnt er og í síðasta lagi mánuði fyrir byrjun orlofs hvenær orlof skuli hefjast, nema sérstakar ástæður haml
Yfirmanni ber að hafa eftirlit með því að starfsfólk taki sitt orlof á yfirstandandi orlofssári en fresti því ekki nema fyrir hendi séu réttmætar ástæður.
Sumarorlof
Ríki og sveitarfélög
Starfsfólk hjá ríki og sveitarfélögum á rétt á að fá allt að 30 daga orlof, þar af 15 daga samfellda, á sumarorlofstímabilinu, frá 1. maí til 15. september, enda verði því við komið vegna starfa stofnunar.
Almennur vinnumarkaður
Á almennum vinnumarkaði skal veita a.m.k. 20 daga orlof á tímabilinu 2. maí – 15. september, sbr. kjarasamning SA og BHM.
Orlofsauki
Ríki og sveitarfélög
Sé orlof eða hluti orlofs tekið utan sumarorlofstímabils, að beiðni yfirmanns, skal sá hluti orlofsins lengjast um 25%, sbr. kjarasamningi aðildarfélaga BHM.
Almennur vinnumarkaður
Veita ber a.m.k. fjórar vikur (20 virka daga), á tímabilinu 2. maí til 15. september.
Þeir sem samkvæmt ósk atvinnurekanda fá ekki 20 orlofsdaga á sumarorlofstímabilinu (2. maí til 15. september) eiga rétt á 25% álagi á það sem vantar á 20 dagana, sbr. grein 3.2.3 í kjarasamningi SA og BHM.
Önnur störf
Tilgangur orlofslaga er að tryggja rétt launafólks til að taka sér frí á launum (orlofslaunum) sem það nýtir í hvíld og endurnæringu.
Í samræmi við það markmið er í orlofslögum kveðið á um bann við því að fólk taki að sér launað starf í starfsgrein sinni eða skyldum starfsgreinum meðan á orlofi stendur.