Bandalag háskólamanna
Heildarsamtök háskólamenntaðra á vinnumarkaði
Bandalag háskólamanna var stofnað árið 1958 og er bandalag 27 fag- og stéttarfélaga háskólamenntaðs fólks á íslenskum vinnumarkaði. Félagsmenn aðildarfélaga bandalagsins voru um 14.800 í upphafi ársins 2020.
Hlutverk BHM er að:
- Efla aðildarfélögin og stuðla að gagnkvæmum stuðningi og samstöðu milli þeirra.
- Efla þekkingu félagsmanna á kjara- og réttindamálum.
- Móta sameignlega stefnu félaganna í hagsmunamálum þeirra.
- Semja um sameiginleg hagsmuna- og réttindamál skv. umboði.
- Aðstoða félögin við gerð kjarasamninga.
- Gæta hagsmuna félagsmanna gagnvart stjórnvöldum og löggjafarvaldi.
- Hafa frumkvæði að umræðu um háskólamenntun og stöðu háskólamenntaðra á vinnumarkaði.
- Vinna reglulega greiningu á launaþróun á vinnumarkaði til undirbúnings kjaraviðræðna.
- Eiga samstarf við systursamtök háskólamenntaðra og önnur sambærileg samtök erlendis.
- Annast rekstur sameiginlegra sjóða aðildarfélaganna samkvæmt þjónustusamningum.