Skip to content

Fjarvinna

Félagsleg einangrun og aukið álag í fjarvinnu sem skipulögð er yfir lengra tímabil eru áhættuþættir sem varða heilsufar fólks.

Fjarvinna hefur aukist umtalstvert á undanförnum árum. Hún býður upp á ákveðinn sveigjanleika fyrir starfsfólk og vinnustaði. Slíkt vinnufyrirkomulag, sérílagi ef það er reglubundið yfir lengra tímabil, hefur hins vegar í för með sér ákveðnar áskoranir á sviði vinnuverndar. Ekki er sjálfgefið að aðstaða til vinnu á heimilum fólks jafnist á við það sem býðst í hefðbundnu skrifstofurými hvað varðar borð og þægilega skrifstofustóla. Almenn ákvæði laga um aðbúnað og hollustuhætti gilda um fjarvinnu líkt og aðra vinnu sem unnin er í vinnusambandi. Vinnnuveitanda ber því að áhættumeta atriði eins og rými, vinnustöð, lýsingu o.s.frv.

Erfitt getur verið að komu slíku við í öllum tilvikum þar sem fara verður inn á einkaheimili fólks. Í því sambandi verður að gæta að reglum á sviði persónuverndar.