Fjarvinna

Ákvæði laga um aðbúnað og hollustuhætti gilda um vinnuaðstæður fólks í fjarvinnu.

Eðli máls samkvæmt getur verið erfitt að koma við áhættumati í vinnuumhverfi starfsfólks sem gegnir starfsskyldum í fjarvinnu á eigin heimili. Þá er ekki sjálfgefið að vinnuumhverfið jafnist á við það sem býðst í hefðbundnu skrifstofurými, s.s. að því er varðar gæði skrifstofustóla og vinnuborða. Félagsleg einangrun og aukið álag í fjarvinnu sem skipulögð er yfir lengra tímabil geta einnig verið ákveðnir áhættuþættir.

Vinnuveitendur og öryggistrúnaðarmenn eiga að hafa aðgang að þeim stað þar sem fjarvinna fer fram til að geta staðfest að viðeigandi reglum um heilbrigði og öryggi sé fylgt, þó með þeim takmörkum sem lög og kjarasamningar kveða á um. Vinni starfsfólk á heimili sínu er slíkur aðgangur háður fyrirfram tilkynningu og samþykki starfsmanns.

Fjármálaráðuneytið hefur birt leiðbeiningar fyrir stofnanir ríkisins um upptöku fjarvinnu, skipulag og ábyrgð. Þar kemur m.a. fram að vinnuveitandi beri ábyrgð á heilbrigði og öryggi starfsmanns vegna vinnunnar í samræmi við vinnuverndarlög og kjarasamninga.

Á vef Vinnueftirlits ríkisins má einnig finna umfjöllun um vinnuvernd í fjarvinnu.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt