Mismunun

Mismunun í garð minnihlutahópa og óheilbrigð samskipti valda streitu og öðrum heilsufarsvandamálum.

Mismunun á sér ýmsar birtingarmyndir og eru ekki allar bundnar við hvernig laun fyrir sömu eða jafn verðmæt störf eru ákveðin. Samskipti vinnufélaga innbyrðis og framkoma stjórnenda í garð ákveðinna starfsmanna geta einnig verið lituð af fordómum vegna þjóðernisuppruna, litarháttar o.s.frv. Starfsfólk sem upplifir framkomu af því tagi reglubundið yfir lengra tímabil getur fundið fyrir streitu, kvíða og þunglyndi.

Áhrifin á heilsu fólks geta verið sambærileg og þegar um einelti og/eða kynferðislega áreitni er að ræða. Hún skekkir sjálfsmynd þess sem fyrir henni verður og getur haft neikvæð áhrif á starfshæfni og starfsánægju.

Vinnueftirlit ríkisins fjallar á heimasíðu sinni um mikilvægi heilbrigðrar vinnustaðamenningar og skyldur vinnuveitanda og starfsfólks í því sambandi.

Sjá einnig heimasíðu Lýðheilsustofnunar Noregs.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt