Mis­mun­un og heilsa

Mismunun í garð minnihlutahópa og óheilbrigð samskipti valda streitu og öðrum heilsufarsvandamálum.

Mismunun og fordómar í garð ákveðinna þjóðfélagshópa á vinnumarkaði, svo vegna kyns, þjóðernisuppruna, kynþáttar, kynhneigðar og annarra þátta getur valdið starfsfólki sem upplifir framkomu af því tagi, reglubundið yfir lengra tímabil, streitu, kvíða og þunglyndi.

Áhrifin á heilsu geta verið alvarleg og haft áhrif á starfshæfni og starfsánægju starfsfólks til skemmri og lengri tíma.

Vinnueftirlit ríkisins fjallar á heimasíðu sinni um mikilvægi heilbrigðrar vinnustaðamenningar og skyldur vinnuveitanda og starfsfólks í því sambandi.

Á heimasíðu Lýðheilsustofnunar Noregs er að finna umfjöllun um þau áhrif sem mismunun í garð innflytjenda á vinnumarkaði getur haft í för með sér.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt