Biðlaun

Ákvæði um biðlaun er svokallað sólarlagsákvæði 

Starfsmaður sem hefur verið samfellt í þjónustu ríkisins frá því fyrir júní 1996 á rétt á biðlaunum ef staða hans er lögð niður:

  • Biðlaunaréttur er 6 mánuðir hjá þeim sem falla undir ákvæði þetta en hafa ekki náð 15 ára starfsaldri hjá ríkinu.
  • Biðlaunaréttur er 12 mánuðir hjá starfsmönnum sem falla undir ákvæði þetta og hafa starfað meira en 15 ár hjá ríkinu.

Þegar biðlaunaréttur er metinn skal fyrst telja samfelldan starfstíma frá júní 1996 og síðan allan starfstíma hjá ríkinu fyrir 1996 hvort sem þá var um samfellt starf að ræða eða ekki. Biðlaun gilda ekki um starfsmenn sem hófu störf eftir júní 1996.

Starfsmaður á biðlaunum fær greidd föst mánaðarlaun fyrir dagvinnu, fasta yfirvinnu, persónuuppbót og orlofsuppbót.  Starfsmenn fá ekki greitt orlofsfé á biðlaun og heldur ekki vaktaálagsgreiðslur.

Taki starfsmaður við nýju starfi áður en biðlaunarétturinn er liðinn falla biðlaun niður ef launin í nýja starfinu eru jöfn eða hærri þeim launum sem starfsmaður hafði áður.  

Hjá sveitarfélögum er sambærilegt ákvæði en þar er miðað við að biðlaun gildi um starfsmenn sem ráðnir voru fyrir 1. mars 1997.