Styrkir og sjóðir

Réttindi í sjóðum BHM

Félagsmenn aðildarfélaga BHM eiga aðild að eftirtöldum sjóðum en sjóðsaðild getur verið misjöfn eftir starfsvettvangi:

  • Sjúkrasjóður - fyrir félagsmenn sem starfa á almennum vinnumarkaði.
  • Styrktarsjóður - fyrir félagsmenn sem starfa á opinberum vinnumarkaði (hjá ríki, sveitarfélögum og stofnunum styrktum af almannafé).
  • Orlofssjóður - fyrir félagsmenn á opinberum og almennum vinnumarkaði.
  • Starfsmenntunarsjóður - fyrir sjóðfélaga á opinberum og almennum vinnumarkaði.
  • Starfsþróunarsetur háskólamanna - fyrir einstaklinga, stofnanir, stéttarfélög og samningsaðila.
  • VIRK starfsendurhæfing - fyrir félagsmenn sem búa við skerta starfsgetu vegna heilsubrests og stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði.

Mín notkun á styrkjum

Á Mínum síðum er hægt að skoða notkun á styrkjum síðustu fjögura ára, hvað styrki er búið að nýta innan almanaksárs og stöðu umsókna.

Innskráning og Íslykill

Innskráning á Mínar síður eða bókunarvef Orlofssjóðs fer fram í gegnum Íslykil eða rafræn skilríki. Mig vantar Íslykil.

Mínar síður

Mínar síður er þjónustugátt sjóða á vegum BHM.  Hér er hægt að skoða stutt kynningarmyndband um Mínar síður.