Skip to content

Mæðraskoðun á launum

Barnshafandi konur eiga rétt til nauðsynlegra fjarvista frá vinnu vegna mæðraskoðunar, án frádráttar á föstum launum, þurfi slík skoðun að fara fram í vinnutíma.

Fjarvistir þungaðra kvenna vegna mæðraskoðunar, án frádráttar á föstum launum byggir á samningi milli fjármálaráðherra og Bandalags háskólamanna. Sams konar samningur er á milli Launanefndar sveitarfélaga og Bandalags háskólamanna.

Þessir samningar voru gerðir til að hrinda í framkvæmd ákvæðum 9. gr. tilskipunar um lögleiðingu ráðstafana til að auka öryggi og heilbrigði á vinnustöðum fyrir starfsmenn sem eru þungaðir eða hafa nýlega alið eða hafa börn á brjósti (92/85/EBE).

Markmið mæðraverndar eru að stuðla að heilbrigði móður og barns, veita ráðgjöf og bregðast við áhættuþáttum. Mæðravernd er tilvonandi móður að kostnaðarlausu sé hún sjúkratryggð á Íslandi. Sjá nánar Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu.