Stefnumótunarþing

BHM hefur meðal annars það hlutverk að móta sameiginlega stefnu aðildarfélaganna í hagsmunamálum þeirra. Stefnumótunarþing er vettvangur samráðs og stefnumótunar aðildarfélaga bandalagsins og er haldið þriðja hvert ár. Rétt til setu á stefnumótunarþingi eiga fulltrúar sem aðildarfélögin tilnefna samkvæmt sömu reglum og gilda um tilnefningu fulltrúa á aðalfund bandalagsins.

Núgildandi stefna BHM var mótuð á stefnumótunarþingi 25. febrúar 2022.

Ákvæði í lögum BHM um stefnumótunarþing:

1.1. Hlutverk

Hlutverk BHM er að:

  • efla aðildarfélög bandalagsins og starf þeirra í því skyni að stuðla að gagnkvæmum stuðningi og samstöðu um hagsmuni háskólamenntaðra á vinnumarkaði og efla þekkingu þeirra á réttinda- og kjaramálum á vinnumarkaði
  • móta sameiginlega stefnu aðildarfélaga í hagsmunamálum þeirra
  • semja um sameiginleg hagsmuna- og réttindamál félagsmanna aðildarfélaga samkvæmt umboði og vera aðildarfélögum til fulltingis við gerð kjarasamninga og standa vörð um hagsmuni félagsmanna gagnvart stjórnvöldum og löggjafarvaldi
  • vinna reglubundna greiningu á launaþróun á vinnumarkaði til undirbúnings kjaraviðræðna og upplýsa aðildarfélög þar um
  • hafa frumkvæði að umræðu um háskólamenntun og stöðu háskólamenntaðra á vinnumarkaði og gæta hagsmuna háskólamanna alla starfsævina, námsárin meðtalin
  • eiga samstarf við systursamtök háskólamenntaðra og önnur sambærileg samtök erlendis

3.8. Stefnumótunarþing

Þriðja hvert ár hið minnsta skal haldið stefnumótunarþing eigi síðar en tveimur mánuðum fyrir aðalfund. Formannaráð ákveður dagskrá stefnumótunarþings og stjórn BHM ber ábyrgð á framkvæmd þess.

Stefnumótunarþing er vettvangur samráðs og stefnumótunar aðildarfélaga bandalagsins. Niðurstöður þingsins skulu afgreiddar sem ályktanir og tillögur. Þær skulu teknar til umræðu og afgreiðslu á aðalfundi BHM.

Á stefnumótunarþingi á sæti einn fulltrúi fyrir fyrstu fimmtíu félagsmenn hvers aðildarfélags og tveir fulltrúar fyrir fyrsta hundrað félagsmanna. Auk þess skulu aðildarfélög tilnefna einn fulltrúa fyrir hvert byrjað hundrað félagsmanna umfram eitthundrað.

Listi yfir fulltrúa á stefnumótunarþingi, staðfestur af viðkomandi félagi, skal hafa borist skrifstofu BHM eigi síðar en viku fyrir stefnumótunarþingið.

Borgartúni 27, 105 Reykjavík
Kt. 630387-2569

595 5100
Opnunartími BHM

Opnunartími þjónustuvers:
mán. til fim. 9:00 - 15:00,
fös. 9:00 - 13:00

Opnunartími skrifstofu:
mán. til fim. 9:00 - 16:00,
fös. 9:00 - 13:00

Hagnýtt