Stjórn BHM
Hlutverk framkvæmdastjórnar er að fylgja eftir lögum, samþykktum og stefnu BHM og vera í fyrirsvari fyrir bandalagið út á við.
Stjórn BHM 2025-2026: fv: Sigrún Einarsdóttir, Gunnlaugur Már Briem, Svava S. Steinarsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Helgi Bjartur Þorvarðarson og Íris Davíðsdóttir. Á myndina vantar Ingólf Sveinsson, Gunnar Hrafnsson og Valgerði Halldórsdóttur.
Framkvæmdastjórn tekur ákvarðanir um öll mál er varða daglega starfsemi bandalagsins í samræmi við lög þess og stefnu. Hún gerir formannaráði grein fyrir störfum sínum og ber undir það mikilvæg stefnumótandi mál. Framkvæmdastjórn kemur saman mánaðarlega.