Skip to content

Veikindaréttur

Allt launafólk á rétt á launum frá vinnuveitanda vegna veikinda og slysa í tiltekinn tíma. Fjöldi veikindadaga er þó mismunandi eftir kjarasamningum og því hvort félagsmaður er opinber starfsmaður eða vinnur á almennum vinnumarkaði.

Tilkynna ber yfirmanni um veikindi við fyrsta tækifæri og framvísa læknisvottorði fari hann fram á það. Greiðir hann þá gjaldið fyrir vottorðið.

Eftir að rétti til launa í veikindum sleppir hjá vinnuveitanda getur félagsmaður átt rétt á greiðslum frá sjúkra- eða styrktarsjóðum BHM. Þá eiga einstaklingar sem búa við skerta vinnufærni rétt á ýmis konar aðstoð úr hina félagslega kerfi, þ.m.t. rétt til starfsendurhæfingar og endurhæfingarlífeyris.